Fjöldi fólks yfirheyrður vegna rannsóknar á viðskiptum með stofnfé í SPH

Rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á viðskiptum með stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH) beinist m.a. að því hvort kaupendur að stofnfjárhlutum hafi komið að kaupunum fyrir hönd þriðja aðila. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær.

Spurður um umfang rannsóknarinnar segir Jón að upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar sé viðamikil. „Það hefur mikill fjöldi fólks verið til yfirheyrslu,“ segir hann.

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Landsbanka Íslands er gert skylt að afhenda ríkislögreglustjóra upplýsingar um færslur á bankareikningum í eigu tveggja nafngreindra manna vegna rannsóknarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert