Leiðréttingapúki á blog.is

Skráðum notendum blog.is er nú boðin sú þjónusta að láta leiðréttingarpúka lesa bloggfærslur yfir. Til að virkja púkann er smellt á hnappinn Púki sem er að finna á síðunni þar sem bloggfærslurnar eru skrifaðar. Púkinn merkir með rauðu þau orð sem hann telur að séu rangt stafsett. Innsetning púkans er í samvinnu við Friðrik Skúlason ehf.

Að ósk margra bloggnotenda hafa upplýsingar um heimsóknir á bloggsíður verið stórlega endurbættar. Nú er hægt að sjá upplýsingar um bæði daglega og vikulega umferð ásamt því sem greint er milli flettinga, innlita og gesta. Póstur hefur verið sendur skráðum notendum þar sem lesa má frekari lýsingar á þessum umferðartölum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert