Ólafur kjörinn borgarstjóri

Lögreglumenn komu í Ráðhúsið þegar hlé var gert á fundinum.
Lögreglumenn komu í Ráðhúsið þegar hlé var gert á fundinum. mbl.is/Júlíus

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með 8 atkvæðum gegn 7. Um leið og Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýkjörinn forseti borgarstjórnar lýsti kjörinu púuðu áhorfendur í salnum hátt og hrópuðu slagorð. 

Gerði Hanna Birna þá hlé á fundinum en hún hafði áður ítrekað sagt, að salurinn yrði rýmdur ef áhorfendur yrðu ekki við tilmælum um að hafa hljóð.

Lögreglumenn komu á áhorfendapallana en beittu sér ekki. Var starfsmönnum Ráðhússins þess í stað falið að reyna að koma áhorfendunum út með góðu. Mæltust þeir til þess að fólkið yfirgæfi pallana en því svar svarað með hrópum: Við förum ekki. Heldur er þó færra á áhorfendapöllunum en í upphafi borgarstjórnarfundar.

Óvíst var hve lengi fundarhléið myndi standa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert