Fyrirtækin fullsnögg að hækka

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segist telja að sum fyrirtæki í landinu nýti sér óvissuástand í efnahagsmálum til að hækka álagningu á vöru og þjónustu. Sorglegt sé í því sambandi að horfa til hækkunar eldsneytisverðs hjá olíufélögunum. Hann vill þó ekki mála ástand efnahagsmála of dökkum litum.

Gylfi segir líkur á að veik staða krónunnar geti gengið til baka. Hins vegar sé engin launung á því að reyna muni verulega á endurskoðunarákvæði nýgerðra kjarasamninga í febrúar á næsta ári ef staðan breytist ekki. Rætt er við Gylfa um stöðu kjara- og efnahagsmála í sjónvarpi mbl.

Aðrar fréttir í sjónvarpi mbl:

Hundruð Tíbeta handtekin

Utanríkisráðherra stolt af Íslendingum í Afganistan

Afleiðingar átaka í Mitrovica í Kosovo

Átta ára kínverskir rokkarar vekja athygli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert