Hreindýr réðst á starfsmann við kálfamerkingar

Hreindýrin á sundi yfir Jöklu.
Hreindýrin á sundi yfir Jöklu. mynd/Gústaf F. Eggertsson

Það er nóg að gera hjá starfsfólki Náttúrustofu Austurlands þessa dagana en það er að rannsaka hreindýr og gæsir m.a. fyrir Landsvirkjun. Ýmislegt getur komið upp á í þessari vinnu. Því fékk Reimar Ásgeirsson að kynnast þegar hann ætlaði að merkja nýborinn kálf austanundir Þrælahálsi.

Kýrin réðst á Reimar og á vef Náttúrustofu Austurlands er fullyrt að kýrin hafi gert tilraun til að drepa hann. Reimar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri kannski fullmikið sagt en hún hefði vissulega reynt að hrekja sig frá kálfinum. „Hún kom á fullri ferð með hausinn undir sér og renndi sér á mig. Ég náði að grípa í hornin rétt áður en hún náði til mín og smeygja mér til hliðar þannig að annað hornið rétt stakkst í úlpuna.“

Kýrin gerði fleiri tilraunir til að hrekja Reimar í burtu en hann náði að smeygja sér undan eins og fimasti nautabani.

Þá náði  Gústaf F. Eggertsson eftirlitsmaður myndum af hreindýrum á sundi yfir Jöklu skammt frá stöðvarhúsinu í Fljótsdal nýlega. Hár hreindýra eru hol að innan þannig að það er eins og þau séu í björgunarvestum. Dýrin eru mjög létt í vatninu út af þessu. Vatn er engin fyrirstaða fyrir dýrin. Þau skella sér óhikað út í,“ sagði Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur á Náttúrustofu Austurlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert