„Viljum gera landnema sýnilegri“

Félagið Landneminn var stofnað á Hressingarskálanum klukkan 16 í gærdag. Landneminn er opinn öllum sem hafa áhuga á opinni umræðu um málefni innflytjenda, fjölmenningu og umheiminn. Þá er félagið ekki síður hugsað sem félagslegur vettvangur – „fyrsta skrefið“ fyrir aðflutta inn í stjórnmálastarf, samfélagsumræðu og þátttöku í starfi stjórnmálaflokks.

„Hafi maður prófað að vera landnemi í öðru landi þá veit maður að það er hægara sagt en gert að taka þátt í þjóðmálaumræðunni – hún er dálítið lokaður heimur þannig séð. Vonandi verða innflytjendur núna sýnilegri í stjórnmálaumræðunni og helst viljum við sjá fleiri landnema fara í framboð og taka þátt,“ segir Oddný Sturludóttir, sem situr í stjórn Landnemans.

Landneminn er á vegum Samfylkingarinnar en er opinn öllum. „Það má segja að hlutverk félagsins sé þrískipt. Í fyrsta lagi er Landneminn félagslegur vettvangur til að laða fólk að og á vera inngönguleið inn í stjórnmál og þjóðmálaumræðu. Í öðru lagi viljum við gera landnema sýnilegri og í þriðja lagi er draumurinn að geta gefið félagsmálaráðuneytinu góð ráð og verið því innan handar við stefnumótun í málaflokknum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert