Ferðamenn hafa aldrei eytt meiru

„Við höfum aldrei séð eins skýr merki og núna um það hversu mikilvægt gengi krónunnar er fyrir verslun erlendra ferðamanna. Það er ekkert sem skýrir 40% aukningu í verslun á öðrum ársfjórðungi nema gengi krónunnar,“ segir Helgi Jónsson, forstjóri Global Refund.

Jónas Hagan, forstjóri Iceland Refund, tekur undir orð Helga þegar hann er inntur eftir áhrifum af gengisfalli krónunnar í ár á verslun erlendra ferðamanna.

Verslun þeirra tók verulega við sér eftir gengisfall krónunnar í mars og er áætluð heildaraukning fyrstu sex mánuði ársins rúm 20%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert