Laumufarþegi með Norrænu

Lögreglan aðstoðaði við tollgæsluna við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í síðustu viku. Að sögn lögreglu var laumufarþegi með í för og veittu menn honum eftirtekt þegar hann reyndi að komast í land. Lögreglan segir að maðurinn hafi óskað eftir hæli.

Málið hefur verið sent Útlendingastofnun og maðurinn fluttur á dvalarstað hælisleitenda í Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert