Seðlabankastjóri þekki sinn stað

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

„Menn verða að vita hvert þeirra hlutverk er hverju sinni og hlutverk seðlabankastjórnar- og stjóra er að huga að peningamálum og sinna því en ekki að vera að blanda sér í pólitík. Og menn eru að gera það með þessum hætti,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. 

Þorgerður segir hugmyndir Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra um um þjóðstjórn hvorki vera tímabærar né koma úr réttri átt. „Nei, það sem skiptir máli núna er að það sé mikið samráð og samstaða í samfélaginu um að taka ákvörðun, það þýðir ekki að það þurfi að vera hér þjóðstjórn og allra síst að sú tillaga komi frá embættismanni í Seðlabankanum.“

„Ég minni  á að við erum með sterkan þingmeirihluta og mjög samhenta ríkisstjórn sem er algjörlega einhuga í því að það þurfi að takast á við þessu stóru erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir, sem er náttúrulega gengi krónunnar og efnahagsmálin í heild. Það eru stóru vandamálin, ekki það hvað seðlabankastjóri segir eða einhverjir forstjórar fyrirtækja.“

Þorgerðir segir skipta máli að standa samhent að aðgerðum, bæði stjórn og stjórnarandstaða, auk forkólfa atvinnulífsins og verkalýðs. „Við þurfum að tala saman, en ekki að menn séu að svara fyrir einhverjar svona hugmyndir sem koma innan úr embættismannakerfinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert