Fyrst og fremst að hugsa um hag þjóðarinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Valhöll í dag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Valhöll í dag. mbl.is/Ómar

„Við erum í breyttum heimi og við höfum ávallt talað um það að við þurfum að fara þá í kalt hagsmunamat. Við þurfum alltaf að hugsa fyrst og fremst um hag þjóðarinnar og það erum við að gera,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í Vahöll í dag.

Hún segir að það sem bíði Sjálfstæðismanna nú sé að virkja allan flokkinn.

„Við erum að virkja okkar grasrót. Við viljum fá alla með okkur í lið í flokknum sem hafa verið að tjá sig. Við erum ekkert að leyna því að það hafa verið skiptar skoðanir innan flokksins og við vilum fá alla með okkur í þá vinnu sem framundan er. Við viljum gera þetta gegnsætt og fá til liðs við okkur bestu menn á viðkomandi sviði til þess að niðurstaðan geti orðið þannig að fólk geti orðið ásátt um þær tillögur sem að verða lagðar fram,“ sagði Þorgerður Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert