Málflutningur Joly gagnrýndur

Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður gagnrýnir Evu Joly og málflutning hennar harðlega í grein sem birt er á vefnum Pressunni  undir fyrirsögninni "She ain´t a Jol(l)y good fellow".

Segir hann þar m.a. að lögfræðingar, sem leyfi sér að andmæla vinnulagi því sem Joly vilji að hinn sérstaki saksóknari viðhafi, séu af hennar hálfu „afgreiddir sem leiguþý afbrotamanna; afbrotamanna sem eigi að vera bak við lás og slá hvað sem líður almennt viðurkenndum og lögfestum reglum sakamálaréttarfars."

 Þá segir hann að væntanlega hafi spunameistarar og fréttahönnuðir Joly, þeir sem fluttu hana upphafleg hingað til lands og vinni nú að einhverju leyti í skjóli hennar, komið sjónarmiðum hennar á framfæri við forsvarsmenn Ríkisútvarpsins, þar sem hún hafi síðan mætt í sérstakan Kastljósþátt, þar sem hún hafi látið móðan mása um þann „glæpalýð, sem að hennar mati stóð að rekstri útrásarfyrirtækjanna og  íslensku bankanna frá einkavæðingu ríkisbankanna 2004 til falls þeirra 2008."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert