Ekki til orka fyrir Helguvík

Frá framkvæmdum við álverið í Helguvík.
Frá framkvæmdum við álverið í Helguvík. mbl.is/RAX

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi að ekki væri til 625 megavatta orka fyrir 360 þúsund tonna álver í Helguvík.

„Ég gæti haldið um það langar ræður, að 625 megavött fyrir 365 þúsund tonna álver eru ekki til á þessu svæði. Á meðan erum við að reyna að ræða við aðila, sem banka á dyrnar hjá okkur, aðila sem vilja græn störf og græna uppbyggingu og við getum ekki lofað þeim orku vegna þess að orkan er meira og minna lokuð inni í álversframkvæmdum. Því miður. Það er stóralvarlegt mál," sagði Svandís.

Þessi orð féllu í lok umræðu utan dagskrár um nýtingu orkulinda og uppbyggingu stóriðju, sem fór fram að ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks.

Guðlaugur sagði nauðsynlegt, að þingnefnd fjallaði án tafar um þær upplýsingar, að forsendur hagspár fjármálaráðuneytisins um að farið verði í álversframkvæmdir í Helguvík og álverið í Straumsvík verði stækkað, standist ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert