Lítil viðbrögð stjórnvalda

mbl.is/Ásdís

Viðræðum stjórnvalda og aðgerðarhóps lífeyrissjóða vegna stórframkvæmda til að stuðla að aukinni atvinnu miðar hægt. Fyrsti fundurinn var haldinn í seinustu viku og hefur enn ekki verið boðað til annars fundar. Í stöðugleikasáttmálanum í júní er kveðið á um að stefnt skuli að því að þessum viðræðum stjórnvalda og lífeyrissjóða verði lokið fyrir 1. september. Nú er öllum orðið ljóst að það markmið næst ekki.

 Vaxandi óþolinmæði gætir meðal fulltrúa á vinnumarkaði og meðal lífeyrissjóða vegna þess hve lítil viðbrögð stjórnvalda hafa verið til þessa. Líta þeir svo á að boltinn sé hjá stjórnvöldum. Enn liggur ekkert fyrir um hver á að verða forgangsröðun framkvæmda sem rætt var um við gerð stöðugleikasáttmálans í júní.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins urðu forsvarsmenn lífeyrissjóða og heildarsamtaka á vinnumarkaði fyrir vonbrigðum á fundinum í seinustu viku vegna þess hversu undirbúningurinn virðist vera skammt á veg kominn í stjórnkerfinu.

Lífeyrissjóðirnir hafa lýst sig reiðubúna að setja um 100 milljarða kr. í opinberar framkvæmdir og til stofnunar Fjárfestingarsjóðs Íslands á næstu fimm árum. Þeir lýsa sig tilbúna að hefjast handa og setja sérfræðinga í einstök verkefni. Var rætt um þessi mál á fundi aðgerðahóps þeirra í gærmorgun. Fulltrúar stjórnvalda hafi hins vegar ekki enn sett fram neinar hugmyndir um ákveðin verkefni sem lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega fjármagnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert