Lipietz: Veikur málstaður

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. YVES HERMAN

Alain Lipietz þingmaður á Evrópuþinginu og einn þeirra sem kom að gerð tilskipana Evrópusambandsins um ábyrgð fjármálafyrirtækja, segir að Bretar og Hollendingar búnir að forðast lagalegu hliðina vita að þeir eru með veikan málstað og gætu tapað málinu.

Lipietz sagði í samtali við Egil Helgason í Silfri Egils að Bretar og Hollendingar noti styrk sinn til þess að gera Ísland að nýlendu sem hægt er að taka peninga frá. Þeir séu reiðubúnir til að lána Íslendingum en það taki áratugi fyrir Íslendinga að greiða til baka.

Hann segir að sú krafa að Ísland greiði, sé ekki í takt við tilskipun Evrópusambandsins um fjármálafyrirtæki líkt og haldið hafi verið fram. Heldur sé það skilningur hans að það sé hlutverk gestaríkisins.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, var gestur í Silfri Egils, segir að það sé ljóst af máli Joly og Lipietz að hlustað er á Íslendinga og að svipað sé uppi á teningnum víða í Evrópu enda er sjálfstæði þjóðar mikilvægt í huga Evrópubúa. 

Nú þegar þjóðin, lýðræðið tekur til sinna ráða, þá nýtum við hann að sjálfsögðu sagði Ögmundur. Hann segir að allir flokkar eigi að koma að málinu , að koma því af samningaborðinu og að sáttaborðinu.  En fyrst þurfi að komast að því hver lagaleg skylda okkar er. 

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert