Eftirlitsmyndavélum við kirkjur kann að fjölga

Á þriðja tug rúða voru brotnar í Grensáskirkju á gamlársdag.
Á þriðja tug rúða voru brotnar í Grensáskirkju á gamlársdag. mbl.is/Ómar

Umræða fer nú vaxandi í mörgum sóknarnefndum í Reykjavík um hvort nauðsynlegt sé orðið að setja upp öryggismyndavélar við kirkjur.

Nú þegar hefur Digraneskirkja sett upp slíkan eftirlitsbúnað eftir að rúður voru brotnar þar á síðasta ári og skemmst er að minnast skemmdarverka á Grensáskirkju á gamlársdag þar sem rúður voru brotnar og rauðri málningu slett.

Að sögn Ólafs Jóhannssonar, prests í Grensáskirkju og formanns prestafélagsins, velta því nú ýmsir fyrir sér hvort tímabært sé orðið að vakta kirkjurnar. „Fáeinir prestar hafa nefnt það við mig að þeir séu að hugsa um að gera þetta, en þetta er náttúrlega fokdýrt.“

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert