Leikreglurnar breytast

Fjölga á konum í stjórnum fyrirtækja þannig að í lok árs 2013 verði hlutur hvors kyns ekki undir 40 prósentum, samkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráðs.

Blásið var í morgun til morgunverðarfundar til að fylgja eftir þessum samningi og þar urðu fyrirtækin Mannvit og Edda útgáfa fyrst til að undirrita hann.

Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, sem rannsakað hefur áhrif kynjahlutfalla í stjórnum á stjórnunarhætti fyrirtækja.

Hún bendir á að stjórnunarhættir breytast þegar konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Þeir verði gagnsærri, fleiri taka virkan þátt í stjórnuninni og líklegra sé að kallað verði eftir ábyrgð millistjórnenda þar sem konur eru í yfirstjórn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert