Aðild Færeyja að EFTA á ís

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum. Ómar Óskarsson.

Eftir að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu hafa viðræður um aðild Færeyja að EFTA verið lagðar til hliðar.

Gunnvör Balle, aðalræðismaður Færeyja á Íslandi, segir að Ísland hafi verið helsti talsmaður aðildar Færeyja innan EFTA, en gangi Ísland í Evrópusambandið gangi landið sjálfkrafa úr EFTA. Hún útilokar þó ekki að aðild Íslands að ESB geti greitt fyrir aðild Færeyja að EFTA.

Færeyjar hafa ekki lagt fram formlega ósk um aðild að EFTA, en aðild hefur verið á stefnuskrá landstjórnarinnar í Færeyjum í nokkur ár.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert