Skulda Íslandi fyrir Tyrkjaránið

Tyrkjaránið 1627 er einn sorglegasti atburður Íslandssögunnar.
Tyrkjaránið 1627 er einn sorglegasti atburður Íslandssögunnar.

Hollendingurinn Jan Schouten telur að Hollendingar eigi að gefa Íslendingum eftir fjárkröfur vegna Icesave sem skaðabætur fyrir Tyrkjaránið. Foringi ræningjanna var nefnilega Hollendingurinn Jan Janzoon van Haarlem, öðru nafni Murat Reis, og fyrir það hefur aldrei verið bætt.

Jan Schouten hefur ritað forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, bréf þessa efnis og fékk Morgunblaðið afrit af bréfinu. Þar segir Schouten m.a.:

„Þýskaland hefur greitt Ísrael og mörgum löndum í Evrópu stríðsskaðabætur til að bæta fyrir tjón og mannskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir því sem ég veit best hefur Holland aldrei bætt Íslendingum það að hafa hneppt Íslendinga í þrældóm í Marokkó og Alsír 1627.

Jan Janszoon van Haarlem var hollenskur sjóræningi í þjónustu veldis Ottómana sem aðmírállinn Murat Reis frá Alsír og Salé í Marokkó. Ég veit ekki hvort Tyrkland og Marokkó hafa greitt Íslandi skaðabætur.“

Jan Schouten kveðst telja að það sé siðferðileg skylda Hollendinga að gefa Íslendingum Icesave skuldina eftir. Hann skrifar:

„Að mínu mati þarf Ísland ekki að endurgreiða hollensku ríkisstjórninni. Hollendingar og Íslendingar eru kristnir. Þegar þið fyrirgefið Hollendingum fyrir glæpina 1627 á hollenska ríkisstjórnin að segja að þið megið eiga peninga Icesave-bankans. Þegar þetta gerist verða Hollendingar og Íslendingar evrópskir jafningjar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert