Alþingi götunnar stofnað á Austurvelli

Mótmælafundir hafa verið haldnir reglulega á Austurvelli frá því skömmu …
Mótmælafundir hafa verið haldnir reglulega á Austurvelli frá því skömmu eftir hrun. mbl.is

Kröfuganga verður farin frá Hlemmi nk. laugardag og er gengið niður á Austurvöll þar sem efnt verður til útifundar og Alþingi götunnar stofnað. Að göngunni standa nokkrir grasrótarhópar, m.a. Hagsmunasamtök heimilanna, Siðbót, Nýtt Ísland og Aðgerðarhópur háttvirtra öryrkja.

Trommusláttur og lúðrablástur á að fylgja göngunni niður Laugaveg og er  mælst til þess að göngumenn taki kröfuspjöld, sem og potta, pönnur, flautur eða annan búnað sem getur framkallað hóflegan hávaða.

Gangan hefst við Hlemm kl. 14. og er gert ráð fyrir að útifundurinn á Austurvelli hefjist klukkutíma síðar. Ræðumenn verða Andrés Magnússon læknir og Júlíus Valdimarsson húmanisti. Á fundinum verður Alþingi götunnar stofnað, líkt og áður sagði. En helstu áhersluatriði Alþingis götunnar eru: Leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, fyrning lána við þrot, jöfnun ábyrgðar og að fjárglæframenn Íslands séu hvorki stikkfrí né
endurreistir, AGS í úr landi, manngildið ofar fjármagni, aukin völd til almennings og bættur neytendaréttur.   

Magnús Þór Sigmundsson mun þá syngja á útifundinum og hljómsveitin Stjörnuryk flytur lag.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert