Íslendingar þurfa að vinna heimavinnuna sína

Stigi í húsi Evrópuþingsins í Strassborg.
Stigi í húsi Evrópuþingsins í Strassborg. mbl.is/GSH

Þingmenn austurríska þjóðarflokksins (ÖVP) og austurríska sósíaldemókrataflokksins (SPÖ) voru gagnrýnir í umræðum á Evrópuþinginu í Strassborg í dag um væntanlegar aðildarviðræður Íslands og við Evrópusambandið, segir í frétt frá austurrísku fréttastofunni APA.

Varaformaður þingflokks sósíaldemókrata á þinginu, Hannes Swoboda mælti reyndar með því að viðræður yrðu hafnar, en bætti við að „kæmi í ljós að íslenska þjóðin eftir hálft ár“ hefði engu breytt yrði hægt að „slíta viðræðunum og bíða betri tíma“.

Ernst Strasser, formaður þingflokks ÖVP, sagði að vildu „Íslendingar koma til Evrópu væru þeir hjartanlega velkomnir. En þeir verða fyrst að vinna heimaverkefnin sín“. Það takist ekki með því að skrifa „jólabarninu bréf“, Evrópusambandið væri ekki í því að deila út gjöfum. Ísland eigi sinn þátt í efnahagskreppunni og verði að sjá til þess að hreinsað verði til.

Swoboda var mildaðist þegar kom að byrðum íslenskra borgara. Ekki ætti að tengja atkvæðagreiðsluna um Icesave-samningana við Breta og Hollendinga aðildarviðræðum við ESB. Swoboda lýsti hins vegar yfir áhyggjum vegna fremur neikvæðrar afstöðu Íslendinga til ESB. Ef stemmingin á Íslandi breyttist ekki væri um tvennt að ræða, annað hvort héldu Íslendingar þjóðaratkvæði um hvort yfirhöfuð ætti að semja við Evrópusambandið eða viðræðum yrði hætt. Hvað höfnun Icesave-samkomulagsins varðaði sagði Swoboda að ekki væri hægt að gera íslensku þjóðina eina ábyrga. Nýtt Icesave-samkomulag gæti falið í sér léttari byrðar fyrir Íslendinga, en ESB ætti ekki að blanda sér í það.

Austurrískir græningjar á Evrópuþinginu lýstu yfir áhyggjum af vaxandi tortryggni meðal Íslendinga og sögðu að það gæti verið hindrun í aðildarviðræðum. Ulrike Lunacek sagði að ekki mætti fara að eins og með Noreg þar sem Evrópusambandið vildi fá Norðmenn inn, en síðan var aðild hafnað í tvígang. Hún gengi þó út frá því að á leiðtogafundi ESB í þessum mánuði yrði ákveðið að hefja viðræður. Lunacek tók sama pól í hæðina og Swoboda varðandi Icesave og kvaðst sýna íslensku þjóðinni skilning. Þegar þriggja prósenta vextir tíðkuðust í Evrópu og Íslendingum væru boðnir miklu hærri vextir væri hægt að tala um „ákveðna samábyrgð“ Breta og Hollendinga, sem borið hafi ábyrgð á þessu vafasama tilboði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert