Eldsvoði í Fellsmúla

mbl.is/Júlíus

Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsinu að Fellsmúla 20 á öðrum tímanum í nótt. Fimm voru í íbúðinni þar sem kviknaði í og komust fjórir út úr íbúðinni án skaða en fimmta manneskjan var flutt á slysadeild eftir að hafa stokkið fram af svölum íbúðarinnar sem er á annarri hæð hússins. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hennar voru.

Ekki þurfti að rýma húsið og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Verið er að reykræsta íbúðina og stigaganginn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru tvær stöðvar í útkallið sem kom rétt fyrir klukkan tvö. Sú þriðja fór í annan eldsvoða við Seljaland en þar hafði pottur gleymst á eldavél og lögreglan slökkti eld sem kveiktur var í strætóskýli á sama tíma.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert