Tilkynnt um gufubólstra

Magnús Tumi Guðmundsson rýnir í kort áður en fer í …
Magnús Tumi Guðmundsson rýnir í kort áður en fer í flug. mbl.is Árni Sæberg

Tvær tilkynningar hafa borist um gufubólstra fyrir ofan Eyjafjallajökul frá flugvélum. Önnur vélin var 40 mílur  í suðri og sá bólstra í hánorðri.  Hin var 60 mílur  fyrir norðaustan  jökul og sá bólstra í suðvestur átt.  Bólstrarnir fóru 1000 fet upp fyrir skýin  og telst það frekar lítið.  Bendir þetta til þess að gos sé hafið og það sé  af svipaðri stærð og það sem var á  Fimmvörðuhálsi, segir í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.

Upptökin miklu vestar

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að um sé að ræða tvær tilkynningar þannig að hann telji að þetta sé nokkuð traust. Flugvél Landhelgisgæslunnar fer í loftið um átta leytið til að freista þess að sjá yfirborð jökulsins. 

Magnús Tumi segir erfitt að staðsetja gosið út frá óróamælingum, en það sé alveg klárt að upptök skjálftanna séu miklu vestar en skjálftanna sem urðu um daginn í tengslum við gosið í Fimmvörðuhálsi. Út frá þessu megi álykta að gosið sé suðvestur í Eyjafjallajökli í rótum íshettunnar.

Magnús Tumi segir að menn muni í fluginu horfa á þennan stað í miðjum hlíðum jökulsins. Mjög fullkomnir mælar eru í flugvél Gæslunnar sem Magnús Tumi segir að nýtist vel við þessar aðstæður.

Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu kl. 23 í gærkvöldi. Um 700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi hættu af flóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert