Brauðskortur orðinn í Vík

Dagbundnar matvörur s.s. brauð og mjólk eru uppurnar á Vík …
Dagbundnar matvörur s.s. brauð og mjólk eru uppurnar á Vík í Mýrdal. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Skortur er orðinn á brauði og helstu dagbundnu matvörum á Vík í Mýrdal  enda hefur þjóðvegurinn verið lokaður fyrir almennri umferð, þar á meðal flutningum, síðan eldgosið hófst.

Til að bregðast við þessu var fyrir stundu gefið leyfi til að senda flutningabíll   Landflutninga frá Kirkjubæjarklaustri með brauð, mjólk og aðrar nauðsynjavörur fyrir íbúa Víkur. 

Pálmi Kristjánsson, verslunarmaður í Kjarvali á Vík segir að einar 30 mjólkurfernur séu nú eftir en brauðið sé hinsvegar alveg búið. Hann segir verslunin þó hafa verið nógu birgða af ferskvörum þegar gosið hófst til að það hafi dugað hingað til.  „Það er líka enginn ferðamaður hér í bænum núna til að versla hjá okkur," segir Pálmi, enda eru nú bara heimamenn á staðnum.

„Það væri nú gott að fá eitthvað á morgun en þetta sleppur svo sem fyrir helgi því það er að mestu lokað hjá okkur um helgar." Pálmi segist ekki telja að íbúar Víkur þurfi að búa við skort þrátt fyrir að gangi á ferskvörurnar í búðinni, enda hæg heimatökin.  „Ætli fólk fari þá ekki bara á næsta bæ ef það vantar mjólk."

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert