Sprengigos í startholunum og kvikurennsli mun meira

Sýni voru tekin úr flóðinu í gær, til að skýra …
Sýni voru tekin úr flóðinu í gær, til að skýra það hvers eðlis goskvikan er. Markarfljót flæddi yfir bakka sína. Ómar Óskarsson

Verkefni jarðeðlis- og eldfjallafræðinga næstu daga er að greina hvers konar kvika streymir nú upp úr toppgíg Eyjafjallajökuls. Lítið er vitað um gosið og ómögulegt er að komast að því, enda í djúpum gíg ofan í krossprungnum sigkatli í jöklinum og gufa og gjóska þyrlast þar upp í þykkum, heitum strók.

Reynt verður að greina kvikuna með tveimur aðferðum á næstu dögum en það er mikilvægt til að öðlast skilning á gosinu og spá fyrir um þróun þess.

Gosið telst vera sprengigos að sögn Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings. Hann telur líklegt að kvikan sé þróuð, enda kvikuhólf undir fjallinu sjálfu, ólíkt Fimmvörðuhálsi. Þetta verði augljóslega gjóskugös og lítið eða ekkert hraun muni renna í því.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur kveðst hins vegar telja, þótt vitanlega sé ekkert hægt að fullyrða þar sem gosið er nýbyrjað, að enn sé kvikan basísk, enda sé gosið ekki orðið að almennilegu sprengigosi. Aðallega séu þetta gufusprengingar, en ekki sprengingar vegna gass sem komi upp með kvikunni.

Sjá nánar um eldgosið í Eyjafjallajökli í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert