Kristjana leiðir Framsókn á Seltjarnarnesi

Nokkrir efstu menn af B-lista Framsóknar og óháðra. Húnbogi Þorsteinsson, …
Nokkrir efstu menn af B-lista Framsóknar og óháðra. Húnbogi Þorsteinsson, Edda Sif Bergmann Þorvaldsdóttir, Kristjana Bergsdóttir og Kristján Þorvaldsson. Ljósmynd/Siv Friðleifsdóttir

Kristjana Bergsdóttir leiðir framboðslista Framsóknar og óháðra á Seltjarnarnesi, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi. þetta var ákveðið á opnum fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Seltjarnarnesi, 3. maí síðastliðinn.

Tillaga uppstillingarnefndar um skipan efstu sæta á lista Framsóknar og óháðra var samþykkt. B-lista, á Seltjarnarnesi, við sveitarstjórnarkosningar 2010 skipa:

1. Kristjana Bergsdóttir, 57 ára, kerfisfræðingur

2. Kristján Þorvaldsson, 27 ára, verkefnisstjóri

3. Stefán Eðvald Sigurðsson, 41 ára, flugstjóri

4. Edda Sif Bergmann Þorvaldsdóttir, 23 ára, sálfræðinemi

5. Húnbogi Þorsteinsson, 25 ára, læknanemi

6. Ástríður Kristín Ómarsdóttir, 38 ára, skrifstofustjóri

7. Sigurður E Guðmundsson, 40 ára, flugmaður

8. Björn Bjarnason, 66 ára, viðskiptafræðingur

9. Dagbjört Guðbrandsdóttir, 19 ára, nemi

10. Hildur Aðalsteinsdóttir, 40 ára, leikskólakennari

11. Svala Sigurðardóttir, 77 ára, fyrrv. skólaritari

12. Vilhjálmur Valdimarsson, 84 ára, fyrrv. útibússtjóri

13. Guðmundur Einarsson, 66 ára, viðskiptafræðingur

14. Siv Friðleifsdóttir, 47 ára, alþingismaður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert