Ingibjörg Sólrún í nefnd sem rannsakar árásina á skipalestina

Forseti Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur boðið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, að taka að sér formennsku í nefnd sem unnið er að því að stofna og er ætlað að rannsaka árás Ísraelsmanna á skipalest sem var á leið til Gasasvæðisins með hjálpargögn.

Ingibjörg Sólrún staðfesti við mbl.is að forseti Mannréttindaráðs SÞ hefði rætt formennsku við hana. Hún sagði málið viðkvæmt og mörg sjónarmið sem þyrfti að taka inn í myndina þannig að það væri ekki frágengið ennþá.

Spurð hvort það væri enn óljóst hvort af stofnun nefndarinnar yrði sagði Ingibjörg að það væri ákveðin afstaða af hálfu Ísraelsmanna og að málið hefði ekki enn verið leitt til lykta. Hvað tímamörk varði hafi verið gert ráð fyrir að nefndin skilaði af sér um miðjan september.

Ísraelska blaðið Ha'aretz segir í dag, að Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels, hafi á fundi með Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra SÞ, í New York í síðustu viku lýst yfir áhyggjum af stofnun nefndarinnar og jafnframt farið fram á það við Ban að ekki verði rætt formlega um árásina á þingi SÞ fyrr en formlegri rannsókn Ísraelsmanna sjálfra á henni sé lokið. Fram kom í blaðinu, að fyrrum utanríkisráðhera Íslands ætti að veita rannsóknarnefndinni forstöðu.

Eitt af skipunum, sem var í hjálparskipalestinni, sem Ísraelsmenn réðust …
Eitt af skipunum, sem var í hjálparskipalestinni, sem Ísraelsmenn réðust á í maí. 9 Tyrkir létu lífið í árásinni. Reuters
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert