Atvinnuauglýsingum fjölgar

Ritið sýnir þróun atvinnuauglýsinga.
Ritið sýnir þróun atvinnuauglýsinga. mynd/ Capacent

 Samkvæmt úttekt Capacent hefur veruleg aukning orðið á birtingu atvinnuauglýsinga í dagblöðum það sem af er þessu ári miðað við síðasta ár.

3.480 atvinnuauglýsingar birtust í dagblöðum árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru birtar 2.475 atvinnuauglýsingar en það er um 70% af heildarfjölda birtra auglýsinga síðasta árs. Miðað við fyrstu sjö mánuði ársins 2009 er þetta 21% aukning.

Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent ráðninga, segir fyrirtækið hafa orðið vör við að atvinnumarkaðurinn sé að taka við sér. Hann kveður það vonandi til marks um aukna bjartsýni í atvinnulífinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert