Jöklarnir skreppa saman

Haraldur Rafn Ingvarsson, Stefán Már Stefánsson, Þóra Hrafnsdóttir og Finnur …
Haraldur Rafn Ingvarsson, Stefán Már Stefánsson, Þóra Hrafnsdóttir og Finnur Ingimarsson að störfum við vatnið á toppi Oksins í gær. mbl.is/Hilmar Malmquist.

„Þetta er hrein og bein afleiðing af loftslagshlýnun. Efst á toppi Oksins er fallegur hringlaga gígur þar sem nú hefur myndast stöðuvatn. Það er um 240 sinnum 400 metrar að stærð og er um 3-4½ metra djúpt,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Hópur á vegum stofunnar hélt í vísindaleiðangur upp á Okið í gær til að rannsaka stöðuvatnið sem myndast hefur á síðustu árum í gígnum við toppinn vegna bráðnunar jökulsins.

Sýni voru tekin úr vatninu til að efnagreina það og jafnframt voru tekin þörungasýni til að kanna hvaða tegundir hafa tekið sér bólfestu þar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert