Rostungur í Flateyjardal

Rostungurinn makindalegur í fjörunni í dag.
Rostungurinn makindalegur í fjörunni í dag. Víðir Pétursson/www.skarpur.is

Rostungur hefur verið í fjörunni í mynni Flateyjardals í Þingeyjarsveit. Að sögn Víðis Péturssonar, sem skoðaði rostunginn í dag ásamt fleiri mönnum, var dýrið hið sprækasta þótt það sé með sár á síðunni.  

Fram kemur á vefnum Skarpi.is, að Stefán Guðmundsson, hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Gentle Giants á Húsavík sá rostunginn í gær og stóð fyrir leiðangri í morgun til að leita dýrið uppi og kanna ástand þess.

Að sögn Víðis var Vignir Sigurólason, dýralæknir, með í för. Skoðaði hann dýrið og taldi að sárið væri ekki alvarlegt. Fram kemur á vef Skarps, að menn voru undir það búnir að aflífa rostunginn ef hann væri mjög illa farinn, að fengnum nauðsynlegum leyfum, en frá því var horfið.

Rostungurinn bægslaðist síðan út í sjó og synti á brott og er ekki vitað hvar hann heldur sig nú. 

Rostungar flækjast stundum til landsins en eru ekki hér að staðaldri. Skögultennur þeirra geta orðið allt að einn metri að lengd en þær nota þeir til bardaga og einnig til að róta á sjávarbotni í leit að lindýrum.

Skarpur.is

Rostungar sjaldséðir gestir

Rostungurinn var gæfur og lét sér fátt um finnast þótt …
Rostungurinn var gæfur og lét sér fátt um finnast þótt fólk kæmi nálægt honum. Víðir Pétursson/www.skarpur.is
Rostungurinn í fjöruborðinu.
Rostungurinn í fjöruborðinu. Víðir Pétursson/www.skarpur.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka