Steingrímur: Íslendingar munu borga

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Jakob Fannar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í samtali við hollenska dagblaðið De Telegraaf, að Hollendingar hafi ekkert að óttast í IceSave-deilunni. Ísland muni standa við skuldbindingar sínar og greiða hollenskum sparifjáreigendum það fé sem þeir töpuðu vegna IceSave-reikninganna.

„Hollendingar geta andað létt. Peningunum þeira verður skilað,“ segir Steingrímur í samtali við blaðið í dag.

„Við viljum leysa þetta mál,“ segir Steingrímur ennfremur. Íslendingar vilji borga, en það fari hins vegar eftir því hvaða skilyrði verði sett. 

Viðræður íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga í deilunni hófust á ný fyrr í þessum mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert