Tvö hundruð ráðnir til CCP

CCP hefur ráðið 200 manns í vinnu það sem af …
CCP hefur ráðið 200 manns í vinnu það sem af er árinu. mbl.is/Jakob Fannar

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur ráðið 200 starfsmenn til starfa það sem af er þessu ári. Fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið vinni nú að framleiðslu á þremur stórum tölvuleikjum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína. 

Heildarfjöldi starfsmanna fyrirtækisins er því rúmlega 600 en af þeim starfa 289 við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík.

Nýlega hlaut CCP verðlaun á árlegri ráðstefnu tölvuleikjaframleiðenda í Austin í Texas fyrir tölvuleikinn Eve Online í flokki sem nefnist á ensku Best Live Game Award.

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert