Trúboðstillaga til umsagnar

Litlu jólin.
Litlu jólin.

Bjóða má fulltrúum trúarhópa að heimsækja kennslustundir í trúarbragðafræði sem lið í fræðslu um trú og lífsskoðanir og ekki stendur til að banna sígilda listiðkun í tengslum við stórhátíðir samkvæmt tillögu meirihluta mannréttindaráðs sem vísað var áfram til umsagnar menntaráðs, velferðarráðs og íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar í dag.

Gerir tillaga meirihlutans ráð fyrir skólastjórnendur grunnskóla geti boðið fulltrúum trúar- eða lífsskoðunarhópa að heimsækja kennslustundir sem lið í fræðslu um trú og lífsskoðanir undir handleiðslu kennara.

Hvað varðar heimsóknir í kirkjur og aðra helgi- og samkomustaði trúfélaga segir að þær skuli fyrst hefjast á grunnskólastigi verða þær einnig heimilar að sömu skilyrðum uppfylltum.

Sérstaklega er tekið fram að fræðsla leikskólabarna um kristilegt siðferði og aðrar lífsskoðanir skuli fara fram innan veggja leikskólans og vera á hendi leikskólakennara. 

Mikið hefur verið rætt um að börnum verði meina að halda litlu jólin í skólum ef tillaga ráðsins næði fram að ganga. Í tillögunni sem vísað var til umsagnar í dag segir:

„Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar halda sínum sess í árstíðabundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla.“

Þá er gert ráð fyrir í fundargerð mannréttindaráðs að reynslan af reglunum verði metin þegar tvö ár eru liðin frá gildistöku þeirra og þær endurskoðaðar ef þörf krefji.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert