7000 kr. á fjölskyldu með 40 milljóna eign

Jón Gnarr.
Jón Gnarr.

Álögur á fjögurra manna fjölskyldu sem á 40 milljóna króna fasteign gætu orðið um 7 þús. kr. á mánuði með sköttum, fasteignasköttum og gjaldskrárhækkunum. Ranghermt var í frétt fyrr í dag að 7 þúsund kr. álögurnar ættu við um hvern íbúa og er beðist velvirðingar á því.

Fram kom í máli Jóns Gnarr borgarstjóra er hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs á fundi borgarstjórnar í dag, að gjaldskrár borgarinnar hafi verið frystar frá haustmánuðum 2008. Flestir væru sammála um að það gengi ekki lengur.  Verðlagshækkanir á þessu tímabili séu um 16,9% og var ákveðið að reyna að vinna verðlagsbreytinguna upp í þremur skrefum að sögn hans og fyrsta skrefið stigið á næsta ári. Gjaldskrárhækkanir væru á bilinu 0-20%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert