Bílvelta á Siglufjarðarvegi

mbl.is/ÞÖK

Ökumaður missti stjórn á bifreið á Siglufjarðarvegi við vestari Héraðsvatnabrúna um ellefu leytið í morgun með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki var ökumaðurinn, stúlka um tvítugt, ein í bifreiðinni. Fór betur en á horfðist í fyrstu.

Hún komst út úr bifreiðinni af sjálfsdáðum og segir lögregla að hún sé ekki alvarlega slösuð. Hún var flutt á sjúkrahús á Sauðárkróki til skoðunar og fékk hún að fara heim að skoðun lokinni.

Að sögn lögreglu er mikil hálka á veginum. Hún segir að bifreiðin hafi farið tvær eða þrjár veltur og niður um sex metra. Hafnaði bifreiðin á hvolfi. Segir lögreglan mikla mildi að bifreiðin hafi ekki hafnað í vatninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert