Ljóst að kveikt var í húsinu við Eiðsvallagötu á Akureyri

Eldur kom upp innan við gluggann.
Eldur kom upp innan við gluggann. mbl.is/Skapti

Lögreglan á Akureyri er viss um að kveikt var í húsi við Eiðsvallagötu aðfaranótt sunnudags.

Eldurinn kom upp innan við opinn kjallaraglugga og mikinn reyk lagði um húsið. Ljóst er að ekki kviknaði í út frá rafmagni. Enginn er grunaður um verknaðinn og vitni hafa ekki gefið sig fram.

Fjögur ungmenni, sem voru sofandi í húsinu, sluppu naumlega lifandi vegna þess að maður, sem fyrir tilviljun var á gangi við götuna, heyrði í reykskynjara og barði húsið utan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert