Næststærsta makrílvertíðin

Makrílvertíðin í ár gæti orðið sú næst mesta.
Makrílvertíðin í ár gæti orðið sú næst mesta. mbl.is/Styrmir Kári

Makrílvertíðin sumarið 2011 er sú stærsta hér við land til þessa, en þá veiddust tæplega 155 þúsund tonn í íslenskri lögsögu.

Miðað við þann kvóta sem sjávarútvegsráðherra hefur gefið út fyrir komandi vertíð, tæplega 148 þúsund tonn, gæti hún orðið sú næststærsta, segir í fréttaskýringu um komandi makrílvertíð í Morgunblaðinu í dag.

Saga svo mikilla veiða spannar ekki mörg ár og í raun var árið 2007 fyrsta ár beinna makrílveiða, en þá veiddust rúmlega 36 þúsund tonn. Þar með hafði flækingur á Íslandsmiðum breyst í mikilvægan nytjastofn. Síðustu ár hafa mælst um og yfir 1,5 milljónir tonna af makríl í íslenskri lögsögu yfir sumartímann er fiskurinn gengur á norðlægar slóðir í ætisleit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert