Skjálftavirkni á Hellisheiði

Sjá má skjálftana, merkta með rauðu.
Sjá má skjálftana, merkta með rauðu. Mynd/Veðurstofa Íslands

Nærri tugur jarðskjálfta hefur mælst á Hellisheiði í morgun, í grennd við Hellisheiðarvirkjun. Stærsti skjálftinn mældist 1,7 stig, samkvæmt sjálfvirkri jarðskjálftaskrá Veðurstofu Íslands.

Fyrsti skjálfti dagsins mældist klukkan 6.53 og var hann 1,7 stig. Upptök skjálftans voru 2,7 km NNV af Hellisheiðavirkjun. Strax í kjölfarið mældist annar skjálfti upp á 1,2 stig og voru upptökin á sama stað.

Nokkrir skjálftar hafa mælst í kjölfarið á sama svæði, upp á 0,7 til 1,2 stig.

Jarðskjálftar á þessu svæði eru algengir, ekki síst eftir að Orkuveita Reykjavíkur hóf niðurdælingu á svæðinu í tengslum við framleiðslu í Hellisheiðarvirkjun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert