Lokun vega ekki aflétt

Lokanir vega sem hafa verið auglýstar vegna eldhræringa í Holuhrauni í nótt eru enn í gildi, þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr virkni þar og aðeins gufubólstrar sem stíga til himins. Lögreglustjórinn á Húsavík hefur eftirlit með því að lokanir séu virtar og eru björgunarsveitarmenn honum til halds og trausts.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is eru á vegum úti og segja að gæsla sé mjög mikil í kringum eldstöðina, og vel tryggt að vegfarendur komist ekki að henni.  „Staðan er sú að ástandið á svæðinu er ekki tryggt,“ sagði Svavar Páls­son, sýslumaður á Húsa­vík, í sam­tali við mbl.is, í morgun.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig vegum hefur verið lokað. 

Kort af lokuninni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert