Tróð óvænt upp í kirkju

María Ólafsdóttir flytur lagið Lítil skref.
María Ólafsdóttir flytur lagið Lítil skref. Morgunblaðið/Eggert

María Ólafsdóttir söngkona var leynigestur í fjölskyldumessu í Bústaðakirkju á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Hún söng lagið Lítil skref sem verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí.

Hljómsveit úr Tónlistarskóla Árbæjar kom einnig fram í messunni og flutti þekkt dægurlög og barna- og unglingakórar Bústaðakirkju sem sungu. Sjálfboðaliðar og starfsfólk kirkjunnar þjónuðu í messunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert