Með yfir 30 dóma á bakinu

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann um fimmtugt, Unnar Sigurð Hansen í tveggja ára fangelsi fyrir þjófnaðarbrot, fíkniefnalagabrot og að hafa fjórum sinnum ekið bifreið sviptur ökurétti, þar af tvö skipti undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Unnar hefur hlotið 35 dóma fyrir ýmis afbrot.

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness sem féll í í október í fyrra. 

Alls var Unnar sakfelldur fyrir þrjú þjófnaðarbrot, þrjú fíkniefnalagabrot og að hafa fjórum sinnum ekið bifreið sviptur ökurétti, þar af tvö skipti undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Við ákvörðun refsingar var m.a. litið til þess að Unnar á að baki langan sakaferil og hafði hlotið 34 dóma fyrir ýmis afbrot, þar á meðal 22 dóma fyrir þjófnað eða tilraun til þjófnaðar.

Þá var litið til þess að hann játaði brot sín.

Auk þess að dæma Unnar í tveggja ára fangelsi þá var ævilöng ökuréttarsvipting hans áréttuð. Þá voru gerð upptæk 5,02 g af amfetamíni, sem höfðu fundist í fórum hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert