Hríðarveður og takmarkað skyggni

Norðaustanlands hvessir heldur þegar kemur fram á kvöldið.
Norðaustanlands hvessir heldur þegar kemur fram á kvöldið. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Norðaustanlands hvessir heldur þegar kemur fram á kvöldið, með skafrenningi og éljagangi. Reiknað er með hríðarveðri í nótt og fyrramálið, N 15-20 m/s og víða takmörkuðu skyggni. 

Þá er búist við vaxandi hríðarveðri norðanlands þegar kemur fram á morguninn, en úrkomulítið verður norðvestantil á landinu fram eftir morgninum.

Færð og aðstæður

Vegir eru greiðfærir að heita má um allt sunnanvert landið.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Vatnaleið og á köflum yst á Snæfellsnesi en hálka á Fróðárheiði og Svínadal.

Á Vestfjörðum er víða nokkur hálka og sumstaðar snjóþekja s.s. á Klettshálsi og Þröskuldum. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði og blint.

Það er hálka og snjóþekja og sumstaðar éljagangur á Norðurlandi, einkum þegar komið er austur fyrir Skagafjörð. Þæfingur er á Dettifossvegi.

Á Austurlandi er víða hálka eða snjóþekja. Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert