Innbrot við Selvogsgrunn

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Tilkynnt var um innbrot við Selvogsgrunn kl. 00.46 í nótt. Sagt var frá því að menn væru að fara inn um glugga og einnig tilkynnt að menn hefðu komið út aftur og farið burt á bifreið. Bifreiðin var stöðvuð skömmu sínar og þrír einstaklingar, tveir menn og ein kona, handtekin grunuðu um innbrotið.

Meðal þýfisins var flatskjár sem fannst í bifreiðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en fólkið var allt vistað í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert