Farþegar mæti þremur tímum fyrir flug

Verið er að taka í notkun nýjan farangursflokkunarsal.
Verið er að taka í notkun nýjan farangursflokkunarsal. Ljósmynd/Isavia

Mælst er til þess að farþegar mæti á Keflavíkurflugvöll um þremur klukkustundum fyrir flug í kvöld og fyrstu þrjá daga júnímánaðar á meðan unnið er að umbótum á farangursflokkunarkerfi.

Þetta kemur fram á vefsíðu Isavia. Ástæðan er sú að tekinn verður í notkun nýr farangursflokkunarsalur og á meðan tengt er á milli núverandi kerfis og hinnar nýju viðbótar verður engin sjálfvirk farangursflokkun heldur þarf að handflokka allan innritunarfarangur.

Isavia biður farþega um að mæta fyrr til að lágmarka seinkanir á flugi á meðan á framkvæmdunum stendur.

Núverandi flokkunarkerfi verður aftengt klukkan 18 í kvöld. Reiknað er með að nýja kerfið verði tekið til notkunar fyrir morgunflug 4. júní.

Nýja kerfið hefur rúmlega tvöfalda flokkunargetu á við hið gamla og er nauðsynleg viðbót við núverandi kerfi, samkvæmt vefsíðu Isavia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert