Kviknaði í ljósastaur

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti í dag fjórum útköllum vegna reykræstingar. Í Leirubakka var tilkynnt um eld í þvottavél um fjögurleytið í dag, en búið var að slökkva eldinn er slökkviliðið mætti á svæðið.

Þá reykræsti slökkviliðið bílskúr í Garðsstöðum, en þar hafði kviknað í ljósastaur og töluverður reykur borist inn í bílskúrinn. Eldurinn var þó slokknaður er slökkviliðið mætti á staðinn.

Slökkviliðið var einnig kallað út í Sigtún um þrjúleytið, en sá eldur reyndist minniháttar og var öllum bílum snúið við er fyrsti slökkviliðsbíll kom á vettvang.

Um sexleytið kom svo upp eldur í ruslafötu við strandblakvöllinn í Gufunesi sem greiðlega gekk að slökkva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert