Frestað vegna fjarvista þingmanna

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vegna fjarvista margra þingmanna var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslum um þrjú mál sem til stóð að taka fyrir á þingfundi á Alþingi í dag. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, tilkynnti þessa ákvörðun en margir þingmenn eru staddir erlendis vegna starfa sinna.

Málin þrjú eru frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu þar sem kveðið er á um stofnun lýðheilsusjóðs, frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki og frumvarp utanríkisráðherra um þjóðaröryggisráð.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa stöðu mála harðlega og enn fremur að mál frá ríkisstjórninni væru ekki komin inn í þingið. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði lítið annað að gera en að slíta þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert