Reyndi að kveikja í

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan handtók í gærkvöldi mann í annarlegu ástandi sem hafði reynt að kveikja í bíl í vesturbænum. Íbúar höfðu skömmu áður tilkynnt um ferðir mannsins fyrir utan húsið. Lögreglu tókst að slökkva eldinn í bifreiðinni sem stóð við húsið og handtók manninn. Hann gistir fangageymslu vegna rannsóknar málsins en hann hafði einnig hótað íbúum fleiri húsa í hverfinu og látið mjög ófriðlega.

Um ellefu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um heimilisofbeldi og líkamsárás í austurbænum. Enginn var handtekinn vegna málsins og litlir sem engir áverkar voru á þolanda, segir í dagbók lögreglu.

Tveir ökumenn voru síðan stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt og voru báðir látnir lausir að lokinni sýnatöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert