Hótar málsókn vegna fréttar

Eitt af skipum Samherja.
Eitt af skipum Samherja. Ljósmynd/Kristján Kristjánsson

Lögmaður dótturfélags Samherja í Namibíu hefur hótað málsókn á hendur þarlendu dagblaði vegna fregna um meint fjársvik þess.

Lögmaður Esju Fishing í Namibíu hefur sent blaðinu Confidénte bréf þar sem krafist er að það dragi frétt sína til baka og biðjist afsökunar. Annars verði blaðinu stefnt fyrir dómstóla, samkvæmt frétt Rúv.

Frétt mbl.is: Saka Samherja um fjársvik

Fimmtán namib­ísk fyr­ir­tæki hafa sakað dótt­ur­félagið um að hafa svikið um einn millj­arð króna út úr sam­eig­in­legu út­gerðarfyr­ir­tæki þeirra.

Fyr­ir­tæk­in segja að upp­hæðin hafi horfið af reikn­ingi fé­lags­ins Arcticnam In­vest­ments sem er í sam­eig­in­legri eigu fyr­ir­tækj­anna fimmtán og Esju Fis­hing.

Fram kem­ur í Confidénte að fyr­ir­tækj­un­um hafi verið meinaður aðgang­ur að banka­reikn­ing­um fé­lags­ins og yf­ir­lit­um þeirra.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að frétta­flutn­ing­urinn eigi ekki við rök að styðjast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert