Áhugi á uppbyggingu vekur mönnum bjartsýni

Landað úr frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. Aka þarf fiski í frystigeymslu …
Landað úr frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. Aka þarf fiski í frystigeymslu við gömlu höfnina og svo til baka til útflutnings. Með því að komast undir eitt þak sparast kostnaður hjá útgerðarfélaginu. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Það yrði stórkostlegur fengur fyrir Ísafjörð ef þessir burðarásar atvinnulífsins hér myndu byggja yfir alla starfsemi sína á Sundahafnarsvæðinu,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði.

Ísafjarðarbær er að undirbúa stækkun Sundahafnar með 300 metra hafnarbakka á Suðurtanga og landfyllingu. Nokkur fyrirtæki hafa sótt um byggingalóðir á henni.

Hraðfrystihúsið – Gunnvör (HG) hyggst flytja þangað alla starfsemi sína, fiskeldisfyrirtækin Arctic Fish og Hábrún vilja koma þar upp aðstöðu og Keresis, sem framleiðir lækningavörur úr afurðum hafsins, sækir einnig um lóð. Þá hefur Húsasmiðjan fengið lóð og er byrjað að byggja hús, að því er fram kemur í umfjöllun um framkvæmdir þessar og áform í Ísafjarðarbæ í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert