Léttari girðingar notaðar við þingsetningu

Nokkur ár eru liðin frá því að þessar girðingar voru …
Nokkur ár eru liðin frá því að þessar girðingar voru síðast notaðar. mbl.is/Golli

Undirbúningur fyrir þingsetningu er í fullum gangi við Alþingishúsið og unnið er að því að setja upp girðingar fyrir framan húsið. Athöfnin í dag hefst á þingmenn ganga til Dómkirkju í guðsþjónustu. Þaðan ganga þeir svo yfir í Alþingishúsið á ný og er girðingin til að greiða leið þeirra þar á milli. Það vekur athygli að girðingin í ár er venjuleg girðing en ekki lögreglugirðing eins og undanfarin ár.

Er sú girðing sem notuð er í ár umtalsvert léttari en sú sem notuð hefur verið undanfarin ár. Fyrri girðing var sterkbyggðari og hönnuð til að standast meira álag. Árið 2011 var fjöldi mótmælenda við Alþingishúsið og voru þingmenn meðal annars grýttir. Var öryggisgæsla bætt árin á eftir.

Undirbúningur fyrir þingsetningu er í fullum gangi við Alþingishúsið.
Undirbúningur fyrir þingsetningu er í fullum gangi við Alþingishúsið. mbl.is/Golli
Girðingar sem þessi hafa verið notaðar undanfarin ár.
Girðingar sem þessi hafa verið notaðar undanfarin ár. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert