Húsfyllir á bænastund í Hallgrímskirkju

Húsfyllir var á bænastund sem haldin var í kvöld til …
Húsfyllir var á bænastund sem haldin var í kvöld til stuðnings aðstandendum Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Húsfyllir var á bænastund sem haldin var í Hallgrímskirkju í kvöld til stuðnings aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, sem lögregla og björgunarsveitir hafa leitað að undanfarið.

Bænastundin var opin öllum þeim sem vildu sýna samhug í verki.

Það voru þeir séra Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, og séra Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem héldu utan um bænastundina.

Leit stendur enn yfir að Birnu, sem hvarf á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt laugardags, og er málið sagt vera í algjörum forgangi hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert